
Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) semur tónlist, skrifar og leikstýrir kvikmyndum og vinnur í blómabúð.
Nýjasta platan hennar er “Léttir” og hún er 11ta breiðskífa Kiru.
Tilraunaeldhúsið (e. “Kitchen Motors”) var faðmur fyrir leikglaða tónlist og samhljóm hennar við önnur listform sem Kira stofnaði í félagi við Hilmar Jensson gítarleikara og Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Þau flugu vítt og breitt með alls konar djarft brall og andi þess lifir enn góðu lífi í handbragði Kiru.
Um verkið:
Titill: Villta ljós
Höfundur og flytjandi: Kira Kira.
Lýsing: Lifandi frumflutningur á tónverki fyrir hörpu, rafboga og söngvara með videó vörpun á flytjanda.