Raflosti Námskeið 2016

Lýsing
Nemendum verður skipt upp í hópa og unnið allan daginn í nokkra daga að gagnvirku og/eða margmiðlunarverki sem verður sýnt við lok námskeiðsins. Kennarar ganga á milli hópa og veita leiðbeiningar. Meðfram verða haldnir fyrirlestrar listamanna úr ólíkum geirum og sóttir viðburðir á Raflost raflistahátíðinni. Að lokum er skilað inn “dokúmentasjón” af verkinu.

Hæfniviðmið
Í lok námskeiðs eiga nemendur að hafa:

  • Unnið gagnvirkt margmiðlunarverk í samvinnu við nemendur úr öðrum listgreinum.
  • Þjálfað hæfni sína til að vinna í blönduðum miðlum út fyrir sitt sérsvið.
  • Fengið reynslu af vinnu með öðrum listamönnum úr öðrum listgreinum
  • Fengið reynslu af að “dokumentera” margmiðlunarverk

Námsmat
Mætingarskylda.  Lokaverkefni metið.  Nemendur í Listaháskóla Íslands fá 2 einingar

Kennarar

  • Áki Ásgeirsson
  • Jesper Pedersen
  • Ríkharður Friðriksson
  • Gestakennarar (tilkynnt síðar)

Dagskrá
Mánudagur 23.maí
10:00 Kynning á námskeiðinu og valið í hópa
11:00 Unnið stutt verkefni, hópvinna
15:00 Yfirferð

Þriðjudagur 24.maí
10:00 Fundur
15:00 Yfirferð (gestakennari)

Miðvikudaginn 25.maí
10:00 Fundur
15:00 Yfirferð
15:30 Gestafyrirlestur

Fimmtudaginn 26.maí
10:00 Fundur
15:00 Lokayfirferð
17:00 Opnun RAFLOST í Mengi

Föstudagur 27.maí
10:00 Fundur
17:00 Sýning

Laugardagur 28.maí
Frágangur og skrásetning (ljósmyndir, vídeó og texti).
Tímasetning eftir samkomulagi.

Upplýsingar
Sendið póst á raflost@raflost.is