Helgi Pétursson

Helgi Pétursson (1962) útskrifaðist úr Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem kennarar hans í tónsmíðum voru Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson og Þorsteinn Hauksson. Síðar lauk hann einnig MA námi í Microtechnology in Music Education frá University of Reading.Á námsárum Helga var töluvert af verkum hans flutt opinberlega, þar á meðal rafverk og einnig voru flutt eftir hann verk að hann loknu námi, meðal annars á þeim árum sem hann var starfandi sem tónlistarkennari á Húsavík. Helgi hefur mjög lengi haft afar mikinn áhuga á raf og tölvutónlist og einnig á tölvutækni almennt og starfaði hann um árabil sem forritari.Eftir að hann hætti sem starfandi tólistarmaður lá tónsköpun hans að mestu niðri en hann tók upp þráðinn að nýju með verkinu Blindfugl/Svartflug sem samið var í júní 2024 og er byggt á samnefndu ljóði Gyrðis Elíassonar frá 1986. Helgi segir um tónverkið Völuspá: Mig hafði lengi langað að semja elektróníkt tónaljóð um Völuspá, í nokkrum þáttum.Á níunda áratugnum hafði ég samið tvö elektrónísk verk, það fyrra Trans I og II (1985) og Niðhöggur (1986). Trans I og II var nokkru síðar flutt á Ung Nordisk Musikfest tónlistarhátíðinni í Danmörku og Niðhöggur frumflutt á einum af Tónleikum Tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík. Trans I og II var upphaflega ekkert tengt Völuspá en Niðhöggur tengdist ljóðinu beint og var samið undir sterkum áhrifum af Völspá sem ég hafði þá lesið í fyrsta skipti. Fljótlega eftir þetta fór að þróast hjá mér hugmynd um að ég gæti ef til vill samið eitt stórt verk um Völuspá þar sem Trans I yrði upphafsþáttur, Trans II yrði lokaþáttur og Niðhöggur einhversstaðar þar á milli. Til viðbótar við það hugðist ég semja nokkra fleiri þætti þar sem hver þáttur myndi lýsa einhverjum atburði eða fyrirbæri í ljóðinu. Það varð hinsvegar ekki af því fyrr en á árinu 2025 að ég loksins bætti við 6 þáttum og lauk við verkið.Þessir nýrri þættir eru samdir og teknir upp í janúar og febrúar, 2025.

Þættir verksins eru eftirfarandi:

1. Trans I 5:33 mín.

2. Yggdrasill 4:59 mín.

3. Allt veit ek Óðinn 3:18 mín

4. Bræður munu berjast 3:25 mín

5. Surtur fer sunnan 4:14 mín

6. Sal sér hún standa 5:05 mín

7. Niðhöggur 5:02 mín

8. Nú mun hún sökkvast 3:43 mín

9. Trans II 7:04 mín

Tónverkið Völuspá er tileinkað föður mínum, Pétri Jónassyni (1941 – 2022), en hann hvatti mig alla tíð mjög til að ljúka verkinu og hann á meira að segja sjálfur þátt í upptökum umhverfishljóða sem heyrast í lokaþættinum.

ENGLISH

Helgi Pétursson (1962) graduated from the Department of Theory and Composition at the Reykjavík Conservatory of Music where his teachers in composition were Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson and Þorsteinn Hauksson. Later he also completed an MA degree in Microtechnology in Music Education from the University of Reading, UK. During Helgi’s student years, quite a few of his works were performed in public, including electronic works and works by him were also performed after he finished his studies, including the years when he was employed as a music teacher in Húsavík. Helgi has had a very strong interest in electronic and computer music for a very long time and also in computer technology in general, and he worked for several years as a computer programmer. After he retired as a working musician, his composition were mostly stopped, but he picked up the thread again with the piece Blindfugl/Svartflug which was composed in june 2024 and is based on a poem of the same name by Gyrðir Elíasson from 1986. Helgi has the follwing to say about the composition Völuspá:I had for a long time wanted to compose an electronic tone poem about Völuspá, in several moments.In the 1980s I had composed two electronic works, the former Trans I and II (1985) and Niðhöggur (1986).Trans I and II were performed at the Ung Nordisk Musikfest festival in Denmark some time later and Niðhöggur premiered at one of the Concerts of the Department of Theory and Composition in the Reykjavík Conservatory of Music. Trans I and II were originally not related to Völuspá, but Niðhöggur was directly related to the poem and was composed under a strong influence of Völuspá, which I had then read for the first time. Soon after this, the idea began to develop within my mind that I could perhaps compose one large work about Völuspá, where Trans I would be the opening moment, Trans II would be the closing moment and Niðhöggur would be somewhere in between these moments. In addition to that, I planned to write a few more moments, each section describing an event or phenomenon in the poem.However, it wasn’t until in 2025 that I finally added 6 more moments and completed the work.These newer moments were written and recorded in January and February, 2025.The moments of the work are as follows:

1. Trans I 5:33 min.

2. Yggdrasill 4:59 min.

3. Allt veit ek Óðinn 3:18 min

4. Bræður munu berjast 3:25 min

5. Surtur fer sunnan 4:14 min

6. Sal sér hún standa 5:05 min

7. Niðhöggur 5:02 min

8. Nú mun hún sökkvast 3:43 min

9. Trans II 7:04 min

The composition Völuspá is dedicated to my father, Pétur Jónasson (1941 – 2022),as he always encouraged me to finish the workand he even participated in the field recordings of some of the sounds that can be heard in the final moment.