
Árni Valur hefur verið virkur í hinum ýmsu senum raftónlistar síðan á tíunda ártugnum í gegnum bæði sólo og samstarfsverkefni. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér einna helst að tilraunamennsku og spuna fyrir bæði hljóð og mynd.

Active in several electronic music scenes since the late 90’s through both solo and collaborative projects, Árni Valur’s practice in recent years oscillates between film score composition, experimental video production and improvised performance.

Verk: án titils – innsetning í turni
Oft var talað um að draugatrúin hefði dáið út með tilkomu rafmagnsins, draugar sæjust ekki lengur vegna birtunnar sem kom með rafmagnsljósinu. Með það í huga væri jafnvel hægt að tala um Elliðastöð sem einn af fyrstu draugabönunum á Íslandi.
Fyrir þann tíma þá gaf myrkrið og skuggadansinn frá olíu- og grútarljósunum í bland við hljóðin sem fylgdu íslensku tíðarfari ímyndunaraflinu oft lausan tauminn. Fólk fann fyrir sterkri nærveru, eins og það væri eitthvað sem í myrkrinu bjó og lét sér bregða fyrir endrum og eins.
Tilgangur verksins er ekki að vekja upp gamla drauga heldur að leyfa ímyndunaraflinu að njóta þess sem fyrir augu ber og leyfa huganum að reika stundarkorn.
Work: untitled
It is often said that the belief in ghosts nearly went extinct in the advent of electricity and the immersive light it brought with it. With that in mind one could say that Elliðastöð is one of Icelands first ghostbusters.
Before that time the darkness and shadow-dancing from the old oil lamps and the sounds from the Icelandic weather would let people’s imagination run loose. A strong presence was felt, like there was something that lurked in the darkness and the shadows that would sometimes appear for a flash of a second.
The idea behind the work is not to bring back the ghosts of the past but rather to allow the imagination flow and the mind roam freely, if only for a second.